Leitin að Patta

Mig langar að setja hérna inn hvernig leitin að Patta hefur gengið frá því hann hvarf.

Patti litli

Föstudagskvöldið 9. Maí fór Patti í göngutúr með pabba sínum og Tuma sem er líka Chihuahua hundur og ákváðu þeir að ganga í kringum Reynisvatn. Þegar þeir komu að vatninu var taumurinn tekinn af þeim og þeir fengur að hlaupa um frjálsir. Þegar þeir eru komnir inn í botn þá er þar veiðimaður að henda út línu. Við það fer eldri hundurinn að gelta, maðurinn minn nær í hann lítur svo aftur fyrir sig og sér að Patti er horfinn. Hann lét mig strax vita og við leituðum á svæðinu í kringum Reynisvatn alla nóttina og allan laugardaginn.

Strax á laugardeginum var sett inn auglýsing inn á Barnaland og Hundaspjall.is. Á sunnudeginum var smalað saman fólki við Reynisvatn til að hjálpa okkur við leitina og mættu ca. 50 manns yfir daginn. Á mánudeginum ákváðum við að setjast niður á staðnum þar sem hann týndist með teppið hans og mat því við vorum búin að heyra að hundar snúa í flestum tilfellum aftur á staðinn þar sem þeir týnast. Við smurðum lifrarkæfu á öll trén í nágreninum til að búa til nógu mikla matarlykt. Um kl. 9 um kvöldið kemur par með 3 stóra hunda og freista þess að hundarnir nái að þefa hann uppi. Eftir ca. hálftíma hringja þau og segjast hafa séð hann á hinum megin á hæðinni fyrir ofan Reynisvatn. Þegar hann sá þau tók hann á rás og þaut niður hæðina og upp á næstu þar sem þau misstu af honum.

Daginn eftir fengum við refaskyttu til að koma og hlusta á fuglana því hann getur heyrt ef fuglarinir skynja einhverja hættu en hann gat ekki heyrt að það væri nein hætta í nágreninu. Um kvöldið fengum við svo leitarhund en hann fann ekkert enda ekki þjálfaður til að finna hunda.

Helgina eftir fengum við upplýsingar að sést hefði til hans við Egilshöllina og því fór öll helgin í að leita þar í kring. Við dreifðum auglýsingum með mynd af honum í allar búðir og hringdum inn á útvarpsstöðvarnar. Á mánudeginum fékk ég svo hringingu frá manni sem sagðist hafa séð lítinn hund við Langavatn á laugardeginum. Eftir það fórum við að einbeita okkur af því að leita þar. Við dreifðum mat sem var étinn á einum stað svo það kviknaði örlítil von um að þetta væri Patti. Við héldum áfram að gefa mat og fylgdumst með staðnum í þeirri von að við mundum sjá hann eða dýrið sem væri að éta matinn. Við sátum í leyni alla helgina en enginn kom að éta.

Á þessum tíma hafði samband við mig kona sem heitir Elsa og hafði mikinn áhuga á þessu máli og fann mikið til með okkur. Hún er sjálf með hunda og er búin að fara margar ferðir með þá uppeftir til að leita. Hún stakk upp á því að við mundum prófa að fara til miðils sem ég gerði. Hann fann strax að hundurinn væri á lífi en væri þarna einn og hræddur í móanum. Hann sagði að hann héldi sig í holu og kæmi ekki fram nema rétt til finna sér eitthvað að borða. Á þessum tíma var einhver byrjaður að éta aftur við Langavatn svo við fórum alltaf með mat og reyndum að fylgjast með en án árangurs. Það var einungis étið þegar enginn var á staðnum. Sunnudaginn 8. Júni settum við svo gildru sem við fengum lánaða hjá Reykjarvíkurborg. Fystu dagana var bara étið í kringum gildruna en svo var alltaf farið nær og nær. Einn daginn sá ég að einhver hafði farið inn í hana því búið var að éta einn kjötbita. En gildran brást og lokaðist ekki. Ég fékk lánaða aðra svona litla Chihuahua tík sem er lítil og létt eins og Patti og hún labbaði inn og út úr gildrunni eins og ekkert væri. Við vorum alveg ráðþrota hvað við ættum þá að gera og reyndum að þyngja plötuna sem á að stíga á með steinum en allt kom fyrir ekki. Étið var úr gildrunni í nokkra daga án þess að hún lokaðist. Við tókum líka eftir að það var smá músaskítur í botninum svo við prófuðum að hengja kjötið upp svo mýsnar næðu ekki í það og þar með var hætt að éta. Þannig að sennilega hefur þetta ekki verið Patti okkar.

Við erum búin að vera í sambandi við fleiri miðla. Einn segir að hann sé við Reynisvatn og einn segir að það sé búið að taka hann. Svo nú erum við farin að einbeitta okkur aftur við Reynisvatn og þar í kring en gerum okkur að sjálfsögðu grein fyrir að það getur verið að einhver hafi fundið hann og stolið honum.

Við biðjum fólk um að hafa augun opin ef það sér hund eins og Patta. Hann er lítill og nettur. Hann er örmerktur og geldur. Fyrirtækið sem sér um örmerkingarnar sendi upplýsingar um hann til allra dýralækna á landinu. Við höfum haft samband við lögregluna, hundaeftirlitið og hundahótelið á Leirum svo það eru allir með upplýsingar um hann.

Við erum að reyna að safna saman fólki við Reynisvatn á móti Sæmundarskóla laugardaginn 21. júní kl. 13.00. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta. Við ætlum að skipta niður í 4 hópa og ganga öxl í öxl í kringum Reynisvatn og hæðina fyrir ofan að Langavatni. Þetta er nokkurs konar lokatilraun til að finna Patta. Hann verður að fara að komast heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

verður í lagi að taka smáhund með í leitina?? í bandi að sjálfsögðu

Raggý (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 15:58

2 Smámynd: Erla Björk

Ja það er örugglega allt í lagi. Hlakka til að sjá ykkur og takk fyrir hjálpina.

Erla Björk, 20.6.2008 kl. 16:52

3 identicon

Guð ég finn alveg til með ykkur :( .. Vona að hann finnist heill á húfi!!!

Gangi ykkur sem allra best!

Auður (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 17:35

4 identicon

Varstu búin að tala við Valgarð miðil? ef svo er hvað sagði hann?

www.midill.is

Villa og Kolla (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 20:06

5 identicon

vonandi finnst hann

Gangi ykkur vel

j (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 21:45

6 identicon

hvernig gekk leitin

j (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 23:49

7 Smámynd: Erla Björk

Það mættu ekki nema um 10 manns í leitina svo við fengum ekki mikla hjálp. Við gengum frá Reynisvatni að Hafravatni en urðum einskis vör. Litli Patti er því enn týndur. Erum orðin alveg ráðalaus.

Erla Björk, 22.6.2008 kl. 22:43

8 identicon

Halló. Mikið finn ég til með ykkur. Væri alveg til í að labba og leita með ykkur. Hef sterka tilfinningu að það sé einhver með hann, en þá er skrýtið að sá hinn sami hafi ekki tilkynnt um fundinn. Hann skal komast heim !

Þorbjörg (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 11:16

9 identicon

Hæhæ, mikið rosalega finn ég til með ykkur!

Ég skal biðja fyrir ykkur öllum.

Ég mundi ekki hika við að koma og hjálpa til við að leita en ég er því miður á Akureyri :(

Gangi ykkur vel og veriði sterk! 

Birna Akureyri (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 11:38

10 identicon

Þetta er svo lítil skepna. Ætli það hafi ekki bara hremmt hann ugla eða mínkur lol

Nonni (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 12:25

11 identicon

Æi en leiðinlegt að heyra. Vonandi finnst hann. Gangi ykkur vel.

Barráttukveðjur,

Thelma (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 17:09

12 identicon

Hvað er verið að gera veður útaf einum hundi ef það má kalla hann það. Þetta er matreitt útí löndum

Gulli (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 18:45

13 identicon

ef maður hefur ekkert fallegt að segja þá á maður að þegja Gulli!!

Je minn eini hvað ég finn til með ykkur!.. veit ekki hvað ég mundi gera ef minn mundi láta sig hverfa =/

ég innilega vona að þið finnið litla skinnið!

gangi ykkur vel *koss*

Thelma og Kaktus (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 21:37

14 identicon

Eru einhverjar breytingar ? Orðið einhvers vísari ?  Ohhh vona það.

Þorbjörg (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 10:28

15 identicon

vá hvað þetta er rosa leiðinlegt, og ætla ég að leggja smá að mörkum og fara þarna næstu helgi og labba einn hring, á 2 chiuhauha tíkur sem gætu kannski vakið athygli hans.   En vona svo innilega að hann finnist því ég veit hvað þessir hundar gefa manni mikið.  gangi ykkur vel.

Kolla (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 14:24

16 identicon

Þá veit maður það; miðlar eru peningaplokkarar og ekkert að marka það sem þeir segja. Takk fyrir staðfestinguna

Jón (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 17:16

17 identicon

Ég sá hund í dag ( kl.17.00) nákvæmlega eins og Patti. Það var maður (ca.40 ára gamall) og hundur í göngu við Langahlíð í Rvík.

Guðrún (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 22:50

18 identicon

Bara að kíkja og athuga hvað er að frétta af Patta. Er alltaf með augun opin þar sem ég er ...

Hafrún Ásta (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 10:06

19 identicon

Er virkilega ekkert að frétta af litla skinninu ennþá ?   Er að kíkja um í kringum Reynisvatn en án árangurs.

Þorbjörg (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Patti týndur

Höfundur

Erla Björk
Erla Björk
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Patti littli

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband